top of page

Ferill

Egill lauk 8.stigi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 2008 og fluttist til þýskalands sama ár.  Hann tók þátt í og vann til verðlauna í keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach. Í kjölfarið bauðst honum að taka þátt í viðburðum eins og Classic Open Air í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti,  Gala tónleikum í Mercedes World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín. Egill var fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010. Meðal hlutverka sem hann hefur sungið: Cavaradossi(Tosca), Tamino (Die Zauberflöte), Caramello og Herzog(Eine Nacht in Venedig), Rodolfo (La boheme), Luzio (Das Liebesverbot), Bobby(Besuch der Alten Dame), Duka di Mantua(Rigoletto), Governor/Vanderdendur/Prince Ragotski(Candide), Alfred(Die Fledermaus), Adam(Der Vogelhändler) og fleiri.  

Egill hefur ferðast víða til að læra hjá bestu kennurum sem völ er á eins og David L. Jones í New York,  Janet Williams, Prof.Edwin Scholz og Prof. Wolfgang Millgramm í Berlín. Að auki hefur hann sótt einkatíma hjá: Johan Botha, Reiner Goldberg, Elisabeth Mayer-Topsöe og Kiri Te Kanawa.  Meðal stjórnenda sem hann hefur unnið með og sótt tíma hjá eru: Martin Fischer-Dieskau, Kevin McCutcheon, Howard Griffiths og Frank Strobel svo einhverjir séu nefndir. Egill hefur lokið 4 ára námi í kennslu og söngtækni við David Jones Voice Studio í New York, og er að ljúka námi til kennsluréttinda hjá Associated Board of the Royal Schools of Music.


Meðal verkefna á Íslandi síðustu ár má nefna Tosca og kúnstpása hjá Íslensku Óperunni, Reykjavik Classics í Hörpu, fjölmargir tónleikar með ÓP-hópnum og Raddir Reykjavíkur, tónleikaferð til Seattle auk verkefna eins og Paukenmesse eftir Haydn, Lobegesang eftir Mendelssohn, Mozart Requiem,  og tónleikaröðin Brautryðjendur

 

Árið 2016 kom út fyrsta plata Egils “Leiðsla”.


Egill er formaður Félags Íslenskra Söngkennara auk þess að sitja í stjórnum Fagfélags Klassískra Söngvara á Íslandi og Félags Íslenskra Tónlistarmann.  Hann kennir auk þess við Söngskólann í Reykjavík.

1167265_326692867477178_1646237660_o.jpg

Óperur / Óperettur

Tónleikar

Tosca - Giacomo Puccini - Cavaradossi

Íslenska Óperan

Der fliegende Holländer - Richard Wagner - Erik
NorðurÓp


Das Liebesverbot - Richard Wagner -  Luzio    
Staatstheater Braunschweig & Schloss Rheinsberg

 

Candide - Leonard Bernstein - Gouvenor/Vanderdendur/Ragotski  
Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Der Vogelhändler - Carl Zeller - Schneck / Adam 

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Rigoletto - Giuseppe Verdi - Duka di Mantua
Neuköllner Oper Berlin

 

My Fair Lady - Frederick Loewe - Freddy                                                   
Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Eine Nacht in Venedig - Johann Strauss II - Herzog / Caramello

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

La Traviata - Giuseppe Verdi - Gastone (Alfredo)

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Eugene Onegin - Pyotr Tchaikovsky - Triquet
Norðuróp & Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Die Fledermaus - Johann Strauss II - Blind / Alfred

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Die Zauberflöte - W.A Mozart - Tamino

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Besuch der Alten Dame - Gottfried von Einem - Bobby

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Im weißen Rößl - Ralph Benatzky - Sigismund

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

 

Svanda Dudak - Jaromir Weinberger - Dómarinn, Andi djöfulsins, Yfirmaður varða Helvítis, Skógarvörður 

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz       

 

Tiefland - Eugen d'Albert - Nando

Gerhart-Hauptmann Theater Görlitz

Brautryðjendur 1, 2, 3

Paukenmesse - Haydn

Einsöngstónleikar Kiri Te Kanawa - Gestasöngvari

 

Classic Open Air Berlin - Aðalsöngvari ásamt Lucia Aliberti

 

Requiem - Wolfgang Amadeus Mozart

 

Requiem - Giuseppe Verdi

 

Das Lied von der Erde - Gustav Mahler

 

Voices of light - Richard Einhorn

 

Rheinsberg Gala Tónleikar - Mercedes World í Berlin

20110211_35318.jpg
bottom of page